miðvikudagur, mars 10, 2010

föstudagur, febrúar 12, 2010

Nýjar myndir af börnunum/Öskudagur

Jæja hér koma nokkrar nýjar myndir af krúttunum. Eins og sjá má eru öskudagsbúningarnir komnir í hús og búin að vera mikil eftirvænting eftir þessum degi : )

Annars er allt gott að frétta héðan, ég er aftur orðin grasekkja sem er svo sem ekkert tiltökumál þar sem ég er orðin frekar sjóuð í þeirri deild ; )

Siggi hefur það fínt í Noregi og það er ekki laust við að okkur er farið að hlakka ansi mikið til að fara til hans.

Patrik Þór stækkar og stækkar og er alltaf jafn kátur og glaður.

Friðrika og Jakob eru í góðum gír og eru orðin mjög spennt yfir væntanlegum breytingum.

Læt þetta duga í bili.

Kkv. Gunnhildur

















þriðjudagur, janúar 26, 2010

Þetta var rætt yfir morgunverðinum í morgunn

"Pabbi með hvaða liði heldur þú með?"
"ég held með Arsenal"
"já ég er líka að spá í að halda með þeim því Liverpool tapar ALLTAF"

mánudagur, desember 28, 2009

ADHD (Attention-deficit hyperactivity disorder)

Þegar að maður á að vera að læra eins og er í mínu tilviki þá einhvern veginn fer maður að hugsa um alla hlutina sem að maður gæti verið að gera. Hluti sem að maður kannski hugsar ekki um dagsdagleg t.d þá er ég núna að hugsa um hvað ég þyrfti nú bara að þrífa baðherbergið þó svo að ég viti að það þarf ekkert sérstaklega að þrífa það. En engu að síður þá væri nú alveg fínt að gera það núna. Eða að bóna íbúðina eitthvað sem að ég forðast eins og heitan eldinn undir venjulegum kringumstæðum. En þar sem að ég er kominn með algjört ógeð á skýrslugerð og það að teikna þennan líka frábæra leiksóla sem að er lokaverkefnið mitt í Byggingafræðinni þá reikar hugurinn. Nú er bara að halda út í c.a eina viku í viðbót án þess að hendast í að þrífa klósettið eða bóna gólfið og læra læra læra svo á fimmtudaginn eftir viku þá get ég vonandi ef guð og Thomas leyf kallað mig Byggingafræðing. Já og ég á náttúrulega ekkert að vera að blogga þar sem að ég á að vera að læra eins og ljónið vona bara að Gunnhildur komist ekki að því að e´g sé að slæpast upp í lesherbergi. Ef að þið eruð í sama veseni og ég þar að segja með athyglisbrest þá ,æli ég með myndbandinu hér að neðan.

laugardagur, nóvember 28, 2009

Gullkorn dagsins

Við vorum stödd inn í Garlings sem að er fatabúð og ég var að skoða mér buxur, Friðrika horfði á mig gramsa eftir einhverjum flottum buxum. Og segir svo við mig pabbi þú mátt alveg kaupa þér buxur og ég svara henni æji takk fyrir það, en ég vill hafa mömmu þína með þegar að ég versla mér buxur. Þá horfir Friðrika á mig með stóru augunum sínum og segir "nú manstu ekki númer hvað þú notar"

sunnudagur, nóvember 22, 2009

myndir

Er ekki kominn smá tími á uppdate?










sunnudagur, nóvember 08, 2009

Update

Það hefur margt gerst síðan að það var skrifað hér inn síðast.

Þess ber helst að nefna að miðpunktur athyglinnar hann Patrik er byrjaður að finnast hitt og þetta fyndið og brosir út í eitt þegar að við látum eins og kjánar fyrir framann hann. Friðrika og Jakob eru ekkert smá hrifin af honum og ekki komið upp nein afbrýðisemi sem að við bjuggumst alveg eins við. Jakob segir alltaf Patrik minn þegar að hann talar um hann og Friðrika fær ekki nóg af því að vera stóra systir þegar að kemur að segja þessum drengjum til. Hún er alveg kostuleg og stundum þá verðum við bara kjaftstopp þegar að hún byrjar og við virkilega erum að velta því fyrir okkur hvort að hún sé bara sjö ára.

En okkur langar að skerpa á því hvað drengurinn heitir því það virðist vera að fara eitthvað á milli mála

Nefnifall:Patrik Þór
Þolfall:Patrik Þór
Þágufall:Patrik Þór
Eignarfall:Patriks Þórs